Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir að mikil óánægja ríki með dýpkunarmál í Landeyjahöfn. Vegagerðin sé búin að sætta sig við að höfnin sé ekki heilsárshöfn, þetta kom fram í fréttum rúv i kvöld.
Íris Róbertsdóttir kom á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á föstudaginn, þar sem hún fylgdi eftir umsögn bæjarins um samgönguáætlun. Þar ræddi hún bæði um framkvæmdir sem hún segir nauðsynlegt að ráðast í á flugvellinum í Vestmannaeyjum, og málefni Landeyjahafnar.
„Það er gríðarleg óánægja með dýpkunarmálin í Landeyjahöfn og svo kom ég því að að við þurfum að gera óháða úttekt á Landeyjahöfn af því að Vegagerðin er nánast búin að gefa það út að hún sé ekki heilsárshöfn eins og lagt var af stað með í upphafi og við viljum bara fá úr því skorið hvort hægt sé að laga höfnina eða ekki. Þannig að þá erum við bara á allt öðrum stað, ef stefnan er orðin þannig að Landeyjahöfn er ekki heilsárshöfn. Og ég var að ræða það við nefndina,“ segir Íris.
„Hysji upp um sig buxurnar“
Vegagerðin samdi nýverið við fyrirtækið Björgun, um dýpkun Landeyjahafnar næstu þrjú árin. Stöðugt þarf að dýpka höfnina vegna sandburðar í hana. Íris segir að vegna galla í útboðinu óttist Eyjamenn að Björgun hafi ekki undan að dýpka og því verði ekki hægt opna höfnina og halda henni opinni eins marga daga á ári og æskilegt væri. Íris vill að bærinn fái að koma að ákvarðanatöku um dýpkun og annað er varðar Landeyjahöfn í framtíðinni.
„Ég hef náttúrulega áhyggjur af vetrinum í vetur. Við erum að fara inn í veturinn með breytingar í dýpkunarmálunum sem við mótmæltum harðlega hjá Vegagerðinni. Og við erum hrædd um að það gangi ekki nógu vel. Og það er mikil óánægja í Vestmannaeyjum með framgang Vegagerðarinnar varðandi samning við nýjan dýpkunaraðila. Og við höfum alltaf áhyggjur af vetrinum. En við vonum alltaf það besta og ég trúi ekki öðru en að menn hysji upp um sig buxurnar og lagi þessi mál,“ segir Íris.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.