Grímur kokkur með sjávarútvegserindi í Setrinu 
18. desember, 2018

Þriðjudaginn 18. desember hélt Grímur Gíslason sem jafnan er kallaður Grímur kokkur, sjávarútvegserindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja.  20 manns mættu á erindi Gríms.
Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútveg sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum.  Erindið er það áttunda í röðinni á þessu ári í þessum málaflokki.

Grímur fór yfir víðan völl í erindi sínu og snerti á fjölmörgum þáttum í rekstri fyrirtækisins.  Hann ræddi um verkefnin framundan, áskoranir og hvernig félagið hefur þróast á þeim 12 árum sem félagið hefur verið starfandi.  Fyrirtækið bauð gestum upp á plokkfisk og sjávarrétta paté úr framleiðslu sinni.  Eitt af því sem fram kom í erindi Gríms er að eignarhald á fyrirtækinu breyttist í síðustu viku.

Gestir voru duglegir að spyrja Grím spurninga enda er hluti af markmiðunum með erindunum að eiga samtal um sjávarútveg. Þekkingarsetrið þakkar Grími kokk fyrir áhugavert erindi og ljúffengar veitingar.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst