Grímur kokkur með sjávarútvegserindi í Setrinu 

Þriðjudaginn 18. desember hélt Grímur Gíslason sem jafnan er kallaður Grímur kokkur, sjávarútvegserindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja.  20 manns mættu á erindi Gríms.
Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútveg sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum.  Erindið er það áttunda í röðinni á þessu ári í þessum málaflokki.

Grímur fór yfir víðan völl í erindi sínu og snerti á fjölmörgum þáttum í rekstri fyrirtækisins.  Hann ræddi um verkefnin framundan, áskoranir og hvernig félagið hefur þróast á þeim 12 árum sem félagið hefur verið starfandi.  Fyrirtækið bauð gestum upp á plokkfisk og sjávarrétta paté úr framleiðslu sinni.  Eitt af því sem fram kom í erindi Gríms er að eignarhald á fyrirtækinu breyttist í síðustu viku.

Gestir voru duglegir að spyrja Grím spurninga enda er hluti af markmiðunum með erindunum að eiga samtal um sjávarútveg. Þekkingarsetrið þakkar Grími kokk fyrir áhugavert erindi og ljúffengar veitingar.

Nýjustu fréttir

Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.