�?að var ánægjuleg yfirferð skólastjóra á niðurstöðum 4. og 7. bekkjar GRV á síðasta fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja þar sem var opinberað að árgangarnir væru yfir landsmeðaltali bæði í stærðfræði og íslensku.
Fyrstu skrefin tekin í leikskólum
Slíkur árangur er ekki sjálfgefinn og liggur mikil vinna að baki bæði hjá kennurum, nemendum og forráðamönnum nemenda. Allt frá því að börn byrja á leikskólum sveitarfélagsins er unnið markvisst með læsi og stærðfræði. Á leikskólum fer fram markviss málörvun m.a. í gegnum bókalestur, söng og dagleg samskipti. Málskilningur og orðaforði eykst jafnt og þétt á leikskólaárunum ásamt því að fyrstu skrefin í talna- og rúmskilningi eru tekin.
Framtíðarsýn og áherslur í menntamálum
Í janúar 2015 samþykkti fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar Framtíðarsýn og áherslur í menntamálum þar sem megináherslur eru á læsi og stærðfræði í öllu skólastarfi sveitarfélagsins. Áhersla var m.a. lögð á framkvæmd skimunarprófa, snemmtæka íhlutun, gott samstarf heimilis og skóla o.m.fl. Vorið 2016 var svo veitt 2 milljóna króna viðbótarframlag við kennsluúthlutun ársins vegna framtíðarsýnar í menntamálum.
Metnaðarfull lestrarstefna GRV
GRV fylgir öflugri og markvissri lestrarstefnu en þróunarhópur hóf formlegan undirbúning að henni í byrjun árs 2014. Lestrarstefnuna er hægt að nálgast á vefsíðu skólans en þar er m.a. að finna lestrarviðmið og góðar hugmyndir að lestrarefni fyrir foreldra.
GRV hefur fylgt hugmyndarfræðunum leið til læsis og orð af orði ásamt því að yndislestur hefur verið tekinn upp við skólann. Kennarar GRV eru duglegir að sækja sér endurmenntun sem skilar sér gjarnan í fjölbreyttum og bættum kennsluaðferðum.
Foreldrar og forráðamenn lykilleikmenn í átt að bættum námsárangri
Líkt og Ásdís Steinunn Tómasdóttir komst svo vel að orði í grein sinni ,,Tökum Íslandsmeistarann á þetta�?� þá á keppnisskapið ekki síður heima inni í skólastofunni og við skrifborðið heima líkt og í íþróttasölum bæjarins. Við höfum séð það í Landsleiknum í lestri að bæði GRV, fyrirtæki og stofnanir hafa brett upp ermarnar og látið til sín taka á landsvísu. Eins hefur Lestraraðstoð Bókasafns Vestmannaeyja við börn af erlendum uppruna án ef verið góður stuðningur við grunnskólann. �?flugt og gott samstarf heimilis og skóla ásamt þéttum stuðning foreldra/forráðamanna við heimanám getur skipt sköpum hvað námsárangur nemenda varðar.
Samfélagið allt getur lagst á árarnar með skólunum og fræðsluyfirvöldum í að auka veg og virðingu skólastarfsins og mikilvægi menntunar, en menntun er og verður ávallt frumforsenda allra framfara.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Formaður fræðsluráðs Vestmannaeyja