Guðbjörg Sól lofar hressilegu og fjölbreyttu félagslífi

„Ég er á félagsfræðibraut og valdi hana vegna þess að ég sé fyrir mér að námið henti því sem ég sé fyrir mér að gera að loknu stúdentsprófi,“ segir Guðbjörg Sól Sindradóttir sem stefnir á stúdentspróf í vor eftir þriggja ára nám. Guðbjörg hefur í mörg horn að líta, ekki aðeins í námi því hún er formaður nemendaráðs og á von á fjölbreyttu og vonandi Covidlausu félagslífi í vetur.
„Hugurinn stefnir á nám tengt stofnun fyrirtækja sem mér finnst spennandi og líka innanhússarkitektúr og eða hönnum,“ segir Guðbjörg þegar hún er spurð um framhaldið. „Ég byrjaði í FÍV 2020, í upphafi Covid og skrýtið þegar maður lítur til baka er eins og maður hafi verið í skóla í eitt og hálft ár en ekki tvö. Það datt svo mikið út hjá okkur í byrjun. Að öðru leyti er búið að vera mjög gaman. Skemmtilegir krakkar og skemmtilegir kennarar. Kennslan góð og kennararnir vilja að við náum langt.“

Passað upp á englabossana
Guðbjörg tekur við formennsku í nemendaráði um leið og skólinn byrjar. „Í fyrra var Hafþór Logi formaður og ég varaformaður. Mjög skemmtilegur hópur sem gaman var að vinna með og verður það líka þegar ég tek við. Ég hlakka mikið til. Árshátíðin er hápunkturinn eins og alltaf. Við ætlum að bæta félagslífið í skólanum, halda íþróttamót, spilakvöld, hitting og að sjálfsögðu árshátíð sem verður sú flottasta í sögu skólans,“ segir Guðbjörg, ekkert nema hógværðin.
En nemendur þurfa líka að gefa sér tíma til að læra og kröfurnar hafa aukist með styttingu náms til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Guðbjörg segir að það kalli á skipulag og sjálf nýtir hún virka daga í heimalærdóm til að hafa frí um helgar. „Við verðum líka að hafa gaman og ég er búin að skrá hjá mér nokkur atriði sem gætu aukið fjölbreytnina. Þetta byrjar með nýnemavökunni. Það má ekki busa þannig að við verðum að vanda okkur. Alltaf verið að passa upp á þessa englabossa en það verður gaman,“ sagði Guðbjörg Sól að lokum.

Viðtal úr Eyjafréttum.

Nýjustu fréttir

Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.