
Markvörður handknattleiksliðs ÍBV og íslenska landsliðsins, Guðný Jenny Ásmundsdóttir, er með slitið krossband í hné og leikur ekki meira á þessu ári.
Þar með er ljóst að ÍBV-liðið verður án hennar á lokaspretti deildarkeppninnar og í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn en flest bendir til að ÍBV mæti Val í undanúrslitum. Einnig verður landsliðið án Jennyjar í vor þegar það mætir spænska landsliðinu í umspilsleikjum um keppnisrétt í lokakeppni HM.
Jenny meiddist í upphitun fyrir fyrsta leik íslenska landsliðsins á Baltic Cup í Póllandi á síðasta föstudag og tók ekkert þátt í mótinu eftir það. Grunur beindist strax að því að meiðslin vær alvarleg en staðfesting fékkst ekki fyrr en að lokinni myndatöku hjá lækni í gær eftir að landsliðið var komið heim úr Póllandsförinni. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV, staðfesti við Morgunblaðið í gær að meiðsli Jennyjar væru jafn alvarleg og raun ber vitni. Hrafnhildur verður nú að setja allt sitt traust á Andreu Gunnlaugsdóttur sem verið hefur annar markvörður ÍBV í vetur.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.