Gul viðvörun og ábending frá Herjólfi
29. mars, 2025
Gul V 290325
Skjáskot/vedur.is

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Suðausturlandi.

Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 30 mars kl. 14:00 og gildir til kl. 17:00. Suðaustan 13-20 m/s, hvassast við fjöll. Snjókoma og lélegt skyggni, einkum á Hellisheiði og í Þrenglsum.

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. er þeim farþegum – sem ætla sér að ferðast með skipinu á morgun, sunnudag bent á – að samkvæmt spá á ölduhæð að fara hækkandi seinni part dagsins sem og allan mánudaginn, 31. mars. Þá er útlit ekki gott til siglinga hvorki til Landeyjahafnar né Þorlákshafnar fyrri hluta mánudags.
Eru farþegar sem eiga þess kost hvattir til þess að ferðast fyrr enn seinna. Ef gera þarf breytingu á áætlun, þá gefur skipafélagið það út um leið og það liggur fyrir. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni, segir í tilkynningunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðvestan 13-20 m/s, hvassast á Norðurlandi. Rigning eða slydda framan af degi og síðar él, en úrkomulítið norðaustantil. Dregur úr vindi seinnipartinn, en gengur í suðaustan 10-15 með slyddu eða rigningu S-til um kvöldið. Hiti 1 til 6 stig.

Á þriðjudag:
Suðlæg átt, 8-15 m/s og rigning eða slydda, en lengst af þurrt norðaustantil. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast eystra.

Á miðvikudag:
Vestlæg átt, kaldi eða strekkingur og él eða dálítil snjókoma. Hiti nærri frostmarki.

Á fimmtudag:
Hæg sunnanátt og skýjað með köflum, en kaldi og sums staðar væta vestast. Hlýnandi veður.

Á föstudag:
Útlit hæga vinda og hlýindi. Skýjað á vestanverðu landinu, en annars yfirleitt léttskýjað.
Spá gerð: 29.03.2025 08:18. Gildir til: 05.04.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Suðaustur af landinu er lægð á hreyfingu austur og vindur því austlægur. Allhvasst og talsverð snjókoma á Suðausturlandi til kvölds, en annars mun hægara og úrkomuminna. Dregur síðan úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt og víð avægt frost.

Morgundagurinn byrjar rólega, en ný lægð nálgast að sunnan og gengur þá í allhvassa eða hvassa austan- og suðaustanátt með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu og hlýnar í veðri, hvassast syðst. Úrkomulítið norðaustanlands til kvölds, en síðar snjókoma með köflum.

Lægðin er komin yfir Vestfirði á mánudagsmorgun og snýst þá í allhvassa eða hvassa suðvestanátt með slyddu eða rigningu, en síðar éljum. Næsta lægð kemur síðan á mánudagskvöldi með rigningu eða slyddu syðra.
Spá gerð: 29.03.2025 16:14. Gildir til: 30.03.2025 00:00.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.