Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir í flestum landshlutum. M.a á Suðurlandi vegna mikillar rigningar og tekur hún gildi þar 31 ágú. kl. 09:00 og gildir til 1 sep. kl. 06:00
Í viðvörunarorðum fyrir Suðurland segir: Talsverð eða mikil rigning. Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum. Fólk er hvatt til þess að sýna aðgát í nágrenni vatnsfalla og gera má ráð fyrir að óbrúaðar ár verði torfærar.
Á sunnudag:
Sunnan 10-18 m/s og rigning, en þurrt og bjart á norðaustanverðu landinu. Dregur úr vindi og úrkomu síðdegis. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.
Á mánudag:
Suðlæg átt 3-10, og rigning sunnan- og vestanlands, en bjart með köflum austantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á þriðjudag:
Norðvestan 3-10, víða bjart með köflum og þurrt. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðvestlæg átt með vætu af og til, en þurrt að mestu og norðaustan- og austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast fyrir austan.
Á föstudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt og yfirleitt bjart með köflum, en stöku skúrir. Milt veður.
Spá gerð: 30.08.2024 20:04. Gildir til: 06.09.2024 12:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst