Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir eftirtalin svæði: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra.
Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 31. okt. kl. 09:00 og gildir til 1. nóv. kl. 07:00. Í viðvörunartexta segir: Hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s undir Eyjafjöllum. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 m/s. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar og lokanir á vegum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
Einnig má benda á að ölduspáin fyrir Landeyjahöfn fer hækkandi þegar líður á morgundaginn.
Uppfært kl. 12.12: Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir: Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar á sem ætla sér að ferðast með okkur á morgun föstudag að skv. ölduspá eiga aðstæður til siglinga í Landeyjahöfn að fara versnandi þegar líða tekur á morgundaginn. Tilkynning varðandi siglingaáætlun fyrri hluta föstudags verður gefin út fyrir kl. 06:00 í fyrramálið. Einnig viljum við benda á að skv. ölduspá eru aðstæður til siglinga í Landeyjahöfn á laugardagsmorgun ekki hagstæðar. Ef gera þarf breytingu á áætlun, gefum við það út um leið og það liggur fyrir. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni.

Á laugardag:
Minnkandi norðaustanátt, 5-13 m/s síðdegis, en 13-18 norðvestantil fram á kvöld. Rigning eða slydda með köflum, en snjókoma og skafrenningur á Vestfjörðum. Talsverð rigning austan- og suðaustantil. Hiti 1 til 9 stig, mildast sunnanlands.
Á sunnudag:
Norðaustan 8-15 og snjókoma norðvestantil, en dregur úr ofankomu síðdegis. Annars hægari með lítilsháttar vætu. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.
Á mánudag:
Gengur í austan og norðaustan 8-15. Víða rigning eða slydda, en úrkomuminna norðvestantil. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Suðlæg eða breytileg átt og víða rigning eða slydda, en lengst af þurrt austanlands. Hiti 2 til 7 stig.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir austlæga átt með éljum eða slydduéljum, en þurrt að mestu norðantil. Hiti í kringum frostmark.
Spá gerð: 30.10.2025 08:13. Gildir til: 06.11.2025 12:00.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.