Íslensku U‑17 landsliðin náðu sögulegum árangri á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) 2025. Drengirnir unnu gull og stúlkurnar brons og þar á meðal voru fjórir efnilegir leikmenn úr ÍBV.
Anton Frans Sigurðsson og Sigurmundur Gísli Unnarsson léku stórt hlutverk með U‑17 landsliði drengja sem vann Þýskaland í úrslitaleiknum og tryggði sér gullverðlaunin.
Hjá stúlkunum tryggði íslenska liðið sér bronsverðlaun með öruggum sigri gegn Hollandi, og þar voru Agnes Lilja Styrmisdóttir og Klara Káradóttir algjörir lykilleikmenn. Þetta eru fyrstu verðlaunin sem íslenskt U‑17 kvennalandslið vinnur á EYOF, og því um sögulegan árangur að ræða.
Eyjafréttir óskar þessu unga og efnilega íþróttafólki innilega til hamingju með árangurinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst