Guðmundur Ásgeir Grétarsson slær ekki slöku við þó enn sé langt í að handboltinn fari að rúlla. Er hann með nokkur nöfn í sigtinu sem gætu styrkt ÍBV-B á næsta tímabili. Meðal þeirra eru Breki Þór Óðinsson ÍBV, Nökkvi Snær Óðinsson ÍBV, Kári Kristján Kristjánsson ÍBV sem er sennilega stærsti bitinn og Ísak Rafnsson ÍBV.
Hann er líka með stjörnur á fastalandinu í sigtinu, menn eins og Einar Sverrisson FH, Magnús Öder Einarsson frá Fram og svo sá allra seigasti af þeim öllum, Alexander Pettersson frá Val. Allt leikmenn sem geta styrkt ÍBV B.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst