Eyjamennirnir tveir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Hermann Hreiðarsson eru á ný komnir inn í landsliðshóp Íslands í knattspyrnu. Hermann hefur verið utan við hópinn vegna meiðsla síðustu mánuði en Gunnar Heiðar hefur ekki spilað með landsliðinu í rúm tvö ár. Hann hefur hins vegar fundið netmöskvana að nýju með Fredrikstad, sem spilar í næst efstu deild í Noregi og skoraði m.a. um helgina.