Eyjamennirnir Þórarinn Ingi Valdimarsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson eru báðir í byrjunarliði íslenska landsliðsins, sem leikur gegn Japönum ytra nú fyrir hádegi. Þetta er jafnframt fyrsti landsleikur nýrra þjálfara, Svíans Lars Lagerbäck og Eyjamannsins Heimis Hallgrímssonar. Gunnar Heiðar hefur verið viðloðandi landsliðið á sínum ferli en þetta er í fyrsta sinn sem Þórarinn Ingi er í landsliðshópnum, hvað þá byrjunarliðinu.