Á föstudaginn 11. febrúar næstkomandi verður hádegisfundur í fundaröðinni, Tækifæri atvinnulífsins, á Kaffi Kró og efni fundarins verður staða flugsamgangna við Vestmannaeyjar. Framsögumaður er Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, sem mun að framsögu lokinni svara spurningum gesta. Það eru Nýsköpunarmiðstöð, Fréttir og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands sem standa að fundinum og fundarstjóri er Hrafn Sævaldsson, ráðgjafi félagsins í Vestmannaeyjum.