Vegagerðin hefur tilkynnt bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum að 1. nóvember næstkomandi hækki gjaldskrá Herjólfs um 15%. Bæjarráð leggst alfarið gegn hækkuninni og hvetur jafnframt Vegagerðina til að leggja höfuðáherslu á að sinna skyldu sinni við að tryggja viðunandi þjónustu í siglingum milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar.