Nokkur vindstrengur hefur verið í Eyjum í dag en í verstu hviðunum, fór vindhraðinn upp í 34 metra á sekúndu á Stórhöfða. Hins vegar er ekki vitað til þess að miklar skemmdir hafi orðið í Eyjum en þó skemmdist einn bíll á hafnarsvæðinu, þegar tóm fiskikör ultu á hann.