Sigurður Áss Grétarsson, fyrverandi framkvæmdastjóri siglingasviðs hjá Vegagerðinni.
Sigurður Áss Grétarsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar. Sigurður var sendur í leyfi í byrjun febrúar en í síðustu viku var gert samkomulag við Sigurð um starfslok hans.
Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar G. Pétur Matthíasson, staðfesti að samið hafi verið um starfslok við Sigurð Áss og vildi ekki veita nánari upplýsingar um málið.