Í dag skrifar Hafsteinn Briem undir þriggja ára samning við ÍBV. Hafsteinn er fæddur árið 1991 og er uppalinn í HK. Hann spilaði á síðasta tímabili hjá Fram en áður lék hann með Haukum og Val. Hafsteinn getur bæði spilað sem miðvörður eða á miðjunni.
Hafsteinn hefur leikið 113 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 15 mörk. Hafsteinn hefur einnig verið viðloðandi yngri landslið Íslands.