Á fundi bæjarráðs í gær lá fyrir leigusamningur við �??The Beluga building company�?? sem er í eigu Merlin og stofnað til að halda utan um fasteignarekstur þess í Vestmannaeyjum.
Samningurinn sem er til 20 ára gerir ráð fyrir því að fyrirtækið leigi tæplega 800m2 á jarðhæð Fiskiðjunnar að �?gisgötu 2 af Vestmannaeyjabæ. �?að til viðbótar er gert ráð fyrir að fyrirtækið byggi um 800m2 hús þar sunnan við og tengi við hið leigða rými með tengibyggingu.
Leigusamningurinn gerir ráð fyrir því að fyrirtækið komi upp nýju og glæsilegu fiska- og náttúrugripasafni í Fiskiðjunni þar sem lunda og hvölum verður gert sérstaklega hátt undir höfði. Áætlaður stofnkostnaður þeirra gæti legið nærri 500 milljónum og hefur Vestmannaeyjabær enga aðkomu að fjármögnun verkefnisins. Leigusamningurinn gerir ráð fyrir því að velji leigutaki að hætta starfsemi þá mun Vestmannaeyjabær eignast safnið og allt tilheyrandi honum að kostnaðarlausu. Leiguverðið er um 190.000 á mánuði (50% afsláttur veittur í 5 ár) auk hluta af tekjum fari þær yfir 125 milljónir á ári. Bæjaráð samþykkti samningin í gær. Í bókun frá bæjarráð er sagt að þau fagni þessum samningi og telja að með honum séu hagsmunum Vestmannaeyjabæjar afar vel borgið.