ÍBV mun halda bæði handbolta- og fótboltaskóla fyrir börn í Vestmannaeyjum í aðdraganda jólahátíðarinnar. Skólarnir eru ætlaðir grunnskólabörnum og verða haldnir með aðstoð þjálfara og leikmanna félagsins.
ÍBV handbolti býður upp á handboltaskóla fyrir nemendur í 3.–6. bekk. Skólinn hefur undanfarin ár verið haldinn í vetrarfríi, en í ár verður hann haldinn rétt fyrir jól samkvæmt nýju fyrirkomulagi.
Markmið skólans er að efla grunnfærni í handbolta og veita þátttakendum tækifæri til að læra af reyndum þjálfurum og leikmönnum ÍBV.
Yfirþjálfari skólans verður Hilmar Ágúst Björnsson og honum til aðstoðar verða leikmenn meistaraflokka ÍBV í handbolta. Skólinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni og má finna nánari tímasetningar á meðfylgjandi mynd. Skráning fer fram á Abler.
Jafnframt mun ÍBV halda árlegan fótboltaskóla um jólin 2025. Skólinn er ætlaður börnum sem hafa áhuga á fótbolta og verður boðið upp á fjölbreyttar og faglega skipulagðar æfingar.
Þjálfarar og leikmenn ÍBV munu sjá um kennsluna og verður áhersla lögð á tækninám, leikgleði, samvinnu og að efla sjálfstraust og öryggi þátttakenda með bolta. Skráning í fótboltaskólann fer fram á Sportabler, segir í tilkynningu frá ÍBV.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst