Hanna Carla stýrir samræmingu svæðisstöðva
unnamed (2)
Hanna Carla ásamt forsvarsmönnum ÍSÍ og UMFÍ. Ljósmynd/ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hafa ráðið Hönnu Cörlu Jóhannsdóttur til að stýra innleiðingu og samræmingu á svæðisskrifstofa íþróttahéraða. Um er að ræða tímabundna ráðningu en Hanna Carla hóf störf í byrjun mars. Hanna Carla verður staðsett í Íþróttamiðstöðinni við Laugardal.

Hanna Carla Jóhannsdóttir er íþróttafræðingur að mennt og með meistaragráðu í forystu og stjórnun. Áður gegndi hún stöðu framkvæmdastjóra hjá HK í fimm ár auk þess sem hún kom að margvíslegum verkefnum tengdum íþrótta- og lýðheilsustarfi. Hanna Carla hefur einnig setið í stjórnum innan íþróttahreyfingarinnar, á vegum ungmennasambands og aðildarfélags, segir í veffréttabréfi ÍSÍ.

Svæðastöðvar – sextán ný störf skapast

Sextán störf á nýjum svæðisskrifstofum íþróttahreyfingarinnar voru auglýst í mars. Svæðisskrifstofurnar byggja á samhljóða tillögu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) og fela í sér að komið verði á fót átta stöðvum með tveimur stöðugildum á hverju svæði sem muni þjónusta öll 25 íþróttahéruð landsins með samræmdum hætti. Tillagan var samþykkt á Íþróttaþingi ÍSÍ í fyrravor og á sambandsþingi UMFÍ í fyrrahaust.

Stofnun svæðisstöðvanna átta fellur að áherslum og stefnu mennta- og barnamálaráðuneytisins í íþróttamálum til ársins 2030. Horft er til þess að auka íþróttaþátttöku barna og ungmenna, auka áherslu á þátttöku fatlaðra barna í íþróttastarfi, ná betur til barna af tekjulægri heimilum og barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.

Tenglaráð sem skipað er tengiliðum sem íþróttahéruðin tilnefndu og frá öllum fyrirhuguðum svæðum komu saman í Laugardalnum í byrjun árs og hefur unnið að verkefninu um nokkurt skeið með forystu ÍSÍ og UMFÍ og ráðgjöf frá Intellecta. Nú liggur ramminn að störfunum fyrir, starfs- og verkefnalýsingar hafa verið útlistaðar og búnir hafa verið til mælikvarðar til að meta árangur af starfinu. Hefur málið verið kynnt öllum íþróttahéruðum og stjórnum ÍSÍ og UMFÍ. Ráðningarferlið er í gangi og bárust yfir 200 umsóknir í þessi störf. Stefnt er að því að starfsemi svæðisskrifstofanna hefjist sem fyrst.

Myndin hér að neðan var tekin þegar tenglaráðið kom saman til vinnufundar í Laugardalnum.

Myndin var tekin þegar tenglaráðið kom saman til vinnufundar í Laugardalnum. Ljósmynd/Jón Aðalsteinn, UMFÍ.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.