Á miðvikudagskvöldið hélt Heimaey VE í síðasta sinn úr heimahöfn. Ísfélagið hefur selt skipið til Noregs og verður afhent kaupendum í Maloy í næstu viku. Skipið hefur reynst félaginu vel á allan hátt þau þrettán ár sem það hefur verið gert út.
Sjá einnig: Heimaey VE seld til Noregs
Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta hefur verið viðstaddur flesta hápunkta hjá skipinu sem samið var um smíði á árið 2007 við skiðasmíðastöðina Asmar Talcahuano í Síle. Afhending skipsins tafðist sökum öflugs jarðskjálfta sem skók Síle árið 2010. Skipið var síðan afhent Ísfélaginu árið 2012.
Myndasyrpu Óskars Péturs má sjá hér að neðan. Þar má sjá þegar skrifað var undir samning um smíði skipsins. Þegar skipið kom til Vestmannaeyja í fyrsta sinn. Þá fór Óskar Pétur með skipinu á loðnuveiðar um árið og að endingu þegar skipið sigldi frá Eyjum í fyrrakvöld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst