�?etta veit bæjarstjóri vel. En hvernig bregst hann við gagnvart einstaklingum sem hann veit að hafa skaðast vegna aðgerða bæjarins? Gengur hann fram með sáttahönd og yfirbót? Nei, því er öðru nær.
�?að var snjallræði hjá meirihlutanum að efna til útboðs á líkamsrækt í Íþróttamiðstöð en sannleikurinn er sá að sú aðgerð var ekki til annars en að slá ryki í augu bæjarbúa. Meirihlutinn ætlaði sér sannarlega ekki að semja við Hressó eftir allt sem undan var gengið, heldur var allt kapp lagt á að semja við Nautilus í Reykjavík, reyndar var útboðið sérsniðið að þeirra þörfum. Kappið var slíkt að sá samningur er með ólíkindum.
Með bókhaldsbrellum er reynt að láta líta svo út að um eðlilegan samning sé að ræða þ.e. að bærinn beri ekki fjárhagslegt tjón af honum og að hann uppfylli kröfur samkeppnislaga en hvorugt er uppfyllt.
Með samningnum heldur bærinn áfram að niðurgreiða samkeppnisrekstur og brjóta þannig samkeppnislög en það sem er öllu alvarlegra í þetta sinn er að gróðinn af þeim rekstri fer ekki beina leið í bæjarsjóð, heldur til Nautilus í Reykjavík.
Frá sjónarhóli Nautilus er samningurinn afar góður; bærinn heldur áfram að annast mest alla þjónustu sem bærinn gefur að mestu leyti og í raun þarf Nautilus lítið annað að gera en að taka við greiðslu úr bæjarsjóði.
Rausnaskapur bæjarins er auðvitað eftirtektarverður en það verður að teljast nokkuð merkilegt að fyrirtæki sem ekki skilar útsvari í Eyjum hljóti slíka fyrirgreiðslu. �?að sem er ennþá merkilegra er vilji bæjarins til að mismuna fyrirtækjum og fólki eins og gert er með þessum samningi en í honum felast kjör sem eru almennt ekki í boði.
Margur Eyjareksturinn hefði þó gott af öðrum eins framlögum. Bæjarbúum er einnig mismunað þar sem viðskiptavinum Nautilus bjóðast kostakjör sem ekki eru öðrum í boði.
�?etta kann að hljóma ótrúverðugt, en þessum fullyrðingum verða gerð nánari skil síðar.
Hvað vakir fyrir íhaldinu? Er skilningsleysið fyrir málefninu algert eða eru skilaboðin þau að ekki skuli dirfast að setja sig gegn því? Eru atvinnustig og fjármál bæjarins með þeim hætti að réttlætanlegt sé að nota almannafé til þess að að klára það gæluverkefni sem bæjarstjóri fer nú fyrir og hvaða hagsmuna hefur hann að gæta?
Bláa höndin lætur ekki að sér hæða. Hún hefur reitt sitt lokahögg og það er banaþungt. �?að er varla hægt að lýsa þessu betur en með orðum skáldsins: �?Vont er þeirra ranglæti en verra þó þeirra réttlæti�?.
Sighvatur Bjarnason
viðskiptalögfræðingur
sighvaturb@bifrost.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst