Heilbrigðisstofnanir Suðausturlands, Suðurlands og í Vestmannaeyjum sameinaðar
10. júlí, 2014
Í gær, miðvikudag, gaf heilbrigðisráðherra út reglugerð um frekari sameiningar heilbrigðisstofnana. �?ar er tilgreind sameining í þremur umdæmum, þar á meðal á suðurlandi. �?annig mun Heilbrigðisstofnanir Suðausturlands, Suðurlands og í Vestmannaeyjum verða sameinaðar í Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Sameiningarnar munu taka gildi 1. október nk. Og taka þá nýir forstjórar við hinum nýju sameinuðu stofnunum. Auglýst verður eftir umsóknum í stöður forstjóra og er umsóknarfrestur til 1. ágúst.
�??Markmiðið með sameiningu heilbrigðisstofnana er að styrkja rekstrar- og stjórnunareiningar, auka öryggi í búa með góðri heilbrigðisþjónustu og nýta fjármuni betur. Með sameiningum færist ákvarðanataka í auknum mæli frá ráðuneyti til heimamanna�??, segir á vef Velferðarráðuneytisins og en fremur segir. �??Í aðdraganda sameininganna munu verðandi forstjórar ásamt starfsmönnum ráðuneytisins hafa samráð við sveitarstjórnarmenn á viðkomandi svæðum.�??
Aðrar sameiningar eru að Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða og Heil­brigðis­stofn­un­in á Pat­reks­firði verða sam­einaðar í Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða. Og Heil­brigðis­stofn­an­irn­ar á Blönduósi, Sauðár­króki, Fjalla­byggð, heilsu­gæslu­stöðvarn­ar á Dal­vík og Ak­ur­eyri og Heil­brigðis­stofn­un �?ing­ey­inga verða sam­einaðar í Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands.
Með þessu telst lokið sameiningu heilbrigðisstofnana í öllum heilbrigðisumdæmum landsins, eins lög um heilbrigðisþjónustu nr 40 frá 2007 gera ráð fyrir, segir einnig í frétt ráðuneytisins.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

© 2019 – Eyjafréttir