Í gær, miðvikudag, gaf heilbrigðisráðherra út reglugerð um frekari sameiningar heilbrigðisstofnana. �?ar er tilgreind sameining í þremur umdæmum, þar á meðal á suðurlandi. �?annig mun Heilbrigðisstofnanir Suðausturlands, Suðurlands og í Vestmannaeyjum verða sameinaðar í Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Sameiningarnar munu taka gildi 1. október nk. Og taka þá nýir forstjórar við hinum nýju sameinuðu stofnunum. Auglýst verður eftir umsóknum í stöður forstjóra og er umsóknarfrestur til 1. ágúst.
�??Markmiðið með sameiningu heilbrigðisstofnana er að styrkja rekstrar- og stjórnunareiningar, auka öryggi í búa með góðri heilbrigðisþjónustu og nýta fjármuni betur. Með sameiningum færist ákvarðanataka í auknum mæli frá ráðuneyti til heimamanna�??, segir á vef Velferðarráðuneytisins og en fremur segir. �??Í aðdraganda sameininganna munu verðandi forstjórar ásamt starfsmönnum ráðuneytisins hafa samráð við sveitarstjórnarmenn á viðkomandi svæðum.�??
Aðrar sameiningar eru að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Heilbrigðisstofnunin á Patreksfirði verða sameinaðar í Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Og Heilbrigðisstofnanirnar á Blönduósi, Sauðárkróki, Fjallabyggð, heilsugæslustöðvarnar á Dalvík og Akureyri og Heilbrigðisstofnun �?ingeyinga verða sameinaðar í Heilbrigðisstofnun Norðurlands.