�?tgáfufélagið Árvakur var stofnað árið 1919 en það er alhliða frétta- og upplýsingamiðlunarfyrirtæki. Fyrirtækið gefur út Morgunblaðið, heldur úti vefsíðunni mbl.is, útvarpsstöðinni K100 og blaðaprentsmiðjunni Landsprent svo eitthvað sé nefnt. Vel á annan tug starfsmanna Árvakurs eiga rætur sínar að rekja til Vestmannaeyja með einum eða öðrum hætti, allt frá blaðamönnum til útvarpsmanna og matsveinum til markaðsráðgjafa. Valur Smári Heimisson er einn þeirra en hann er markaðsráðgjafi hjá fyrirtækinu. Blaðamaður sló á þráðinn til Smára og ræddi m.a. við hann um litla Eyjasamfélagið í Árvakri.
Viðtalið í heild má nálgast í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í
vefútgáfu blaðsins.