Heimir áfram með landsliðið?

Guðni Bergs­son, formaður Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, er vongóður um að Heim­ir Hall­gríms­son haldi áfram starfi sínu sem þjálf­ari karla­landsliðsins í knatt­spyrnu. Þessu greindi hann frá í viðtali hjá Morgunblaðinu. Það eru liðin tæp sjö ár síðan Heim­ir kom til starfa hjá KSÍ.
Samn­ing­ur Heim­is við KSÍ rann út eft­ir að Ísland lauk keppni á HM í Rússlandi og hef­ur Heim­ir legið und­ir feldi frá því hann kom heim þar sem hann hef­ur íhugað næstu skref sín á þjálf­ara­ferl­in­um. „Við erum að fara að ræða sam­an með það fyr­ir aug­um að Heim­ir verði þjálf­ari landsliðsins í tvö ár til viðbót­ar. Ég er bjart­sýnn á að við náum sam­an. Það er vilji af beggja hálfu að taka málið áfram og von­andi náum við að klára þessi mál fljótt,“ sagði Guðni í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær. Guðni er stadd­ur í Moskvu í Rússlandi en hann er full­trúi evr­ópska knatt­spyrnu­sam­bands­ins, UEFA, í aga­nefnd FIFA á heims­meist­ara­mót­inu eft­ir að Ísland féll úr leik.

 

Nýjustu fréttir

Í dag eru 75 ár frá Glitfaxaslysinu
Hárígræðslur í Tyrklandi 
Húsið of hátt – skipulagi breytt eftir á og nágrannar ósáttir
Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.