Heimir stýrði Írum til sigurs
Heimir Hallgrímsson.

Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu unnu mikilvægan 2-0 sigur á landsliði Portúgals, í undankeppni HM 2026 í fótbolta í Dublin í gær. Sigurinn var sér í lagi mikilvægur í ljósi þess að liðið á nú enn möguleika á að tryggja sér 2. sæti riðilsins og þar með fara í umspil um sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexikó á næsta ári. Írar, sem leika í F-riðli, eru með sjö stig í 3. sæti, Ungverjar eru með átta stig í 2. sæti og Portúgalar eru með tíu stig í efsta sæti riðilsins.

Troy Parrot skoraði bæði mörk Írlands í fyrri hálfleik og þá fékk stórstjarnan Cristiano Ronaldo að líta rauða spjaldið eftir 59. mínútur.

Írland mætir Ungverjalandi í úrslitaleik um 2. sæti riðilsins á næstkomandi sunnudag kl. 14:00. Ungverjum dugir jafntefli en Írar þurfa á sigri að halda.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.