Fyrir fjölskyldu og tómstundaráði fyrir skömmu lá fyrir tillaga um verulega hækkun á heimsendum mat.
Gerði tillagan ráð fyrir hækkun á heimsendum mat frá 1. júlí nk. um 242 kr. eða úr 648 krónum í 890 krónur máltíðina og er þá akstur innifalinn. �??Vestmannaeyjabær verður þó áfram með lægstu sveitarfélögum á landinu m.t.t. verðs á heimsendum mat,�?? segir í fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs sem samþykkti tillöguna. Maturinn er útbúinn á Hraunbúðum.