Glöggir áskrifendur Eyjafrétta hafa eflaust margir velt því fyrir sér hvernig stendur á því hve blaðið hefur virkað þunnt undanfarnar vikur. En þó samt verið fullt af efni á sama blaðsíðufjölda og áður. Á því er þó ósköp eðlileg skýring. Prentsmiðjan sem prentar blaðið fyrir okkur varð einfaldlega uppiskroppa með �??pappírinn okkar�?? og þurfti því að grípa til þynnri tegundar. En sá er álíka og er notaður í til að mynda Morgunblaðið. Von er þó á því að þetta lagist á næstu vikum og Eyjafréttirnar okkar snúi aftur til kjörþyngdar.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kanna að valda og vonum að þið sýnið þessu skilning.
Kveðja
Ritsjórn Eyjafrétta