Helga Sigrún Harðardóttir tekur 3. sætið á framboðslistanum
27. janúar, 2007
Á þinginu komu fram tvær tillögur. Annarsvegar um að Helga Sigrún skipaði sæti Hjálmars og hinsvegar um að Eygló Harðardóttir sem lenti í fjórða sæti yrði færð upp. Kosið var milli þessara tveggja tillagna og var naumur meirihluti fyrir því að Helga Sigrún hlyti sæti Hjálmars.
Helga Sigrún sem er 37 ára Njarðvíkingur starfar nú sem framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarmanna. Með setu hennar á listanum er komið til móts við kröfu Hjálmars sem ásamt hópi stuðningsmanna gerði kröfu um að í hans stað kæmi Suðurnesjamaður.