Helgafell í erfiðleikum í Vestmannaeyjahöfn
Töluvert átak þarf til að slíta taug sem þessa.

Landfestar slitnuðu þar sem flutningaskipið Helgafell lá bundið við bryggju í Vestmannaeyjum í dag. Erfiðlega gekk í morgun að koma skipinu upp að bryggju en hvöss norðan átt hefur gengið yfir Vestmannaeyjar frá því í gær. „Þeir þurftu að bíða aðeins í morgun því það voru snarpar kviður við bryggju, annars hefur gengið vel að lesta og engar verulegar tafir, þeir náðu ekki að snúa því í morgun eins og venjulega er gert. Skipið var bundið meira en venja er út af veðri og það er búið að koma fyrir auka spottum fyrir þann sem fór,“ sagði Leifur Jóhannesson hjá Samskip í Vestmannaeyjum.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.