Helgi Valdimarsson verður 75 ára á árinu hætti til sjós 2018 en sló til þegar kall kom frá Ísfélaginu, það vantaði vanan mann í brúna á Suðurey VE á loðnuvertíðinni. Helgi sló til og sér ekki eftir því, skipið gott, áhöfnin hress og skemmtileg og kunni til verka. Punkturinn yfir i-ið var svo einstaklega góð og gjöful vertíð og afraksturinn var góður.
„Þá má heldur ekki gleyma því að mér við hlið var hinn rétti skipstjóri Suðureyjar, Pétur Andersen, frábær samstarfsmaður í einu og öllu,“ segir Helgi sem ekki fer fram með látum, það kemur í ljós þegar rætt er við hann. Er á heimavelli í brúnni á Suðurey að lokinni vertíð. „Ég kem frá Neskaupstað og byrjaði sem skipstjóri á skipum Síldarvinnslunnar, Beiti og Berki og Blæng sem þá var rækjutogari og frystum við aflann um borð. Kom til Eyja árið 2000 til Vinnslustöðvarinnar. Byrjaði á litlu Kap og var nokkur ár með Sighvat Bjarnason sem var mjög góður bátur. Skilaði sínu vel, og endaði svo með Ísleif,“ segir Helgi sem unni hag sínum vel í Eyjum og hjá Vinnslustöðinni.
Fyrst á loðnu 1969
Ekki veit hann hvar í röðinni loðnuvertíðin í ár er en fyrst fór hann á loðnu 1969. „Ég var þá annar stýrimaður á Bjarti gamla en tímarnir eru breyttir og skipin stærri og öflugri. Við vorum ekki einu sinni komnir með dælu þá, aflinn háfaður um borð eins og var á mörgum bátum á þessum tíma.“
Síðan hefur hann verið á sjó og kunnað vel við sjómennskuna. „Það datt þó í kollinn á mér í byrjun níunda áratugarins hvort ekki væri rétt að fara að smíða eða eitthvað. Það var ekki lengi,“ segir Helgi og hlær. „Sama var árið 2000. Þá var ég farinn að huga að einhverri vinnu í landi en var bent á að það vantaði skipstjóra hjá Vinnslustöðinni og byrjaði þar um áramótin á litlu Kap.“
Helgi hætti á sjó 2018, árið sem hann varð sjötugur. „Er búinn að vera í landi síðan, þangað til í vetur. Þetta hefur bara verið frábært. Ég hef ekki oft tekið þátt í skemmtilegra verkefni. Kom skemmtilega á óvart því það var ekki reiknað með miklu. Suðurey var skipið sem átti að grípa til en við vorum á fullu allan tímann. Fínn mannskapur og ef ég ætti að gefa vertíðinni einkunn, er það tíu. Veiði og veður allan tímann. Það hittist líka vel á að það var búið að gera vel við veiðarfæri hjá Ísfélaginu og nótin því í fínu standi þannig að hún skilaði öllum aflanum okkar.“
Ætlarðu að halda áfram? „Nei. Ég held ekki. Nú eru það bara rólegheit.“
En ef kallið kemur? Nú hlær Helgi. „Það er spurning um hvernig standi maður verður í, 75 ára. Ef maður hefur heilsu til að synda og ganga heldur maður sér í nokkuð góðu lagi. Hreyfingin er besta meðalið,“ segir Helgi og bætir við. „Ég var með lögheimili mitt hér í Eyjum þar til í fyrra haust. Flutti strax heimilisfangið þegar ég fór að vinna hérna. Finnst alveg sjálfsagt að borga skatta þar sem maður hefur atvinnu.“





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.