Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur greinilega náð að heilla forráðamenn sænska úrvalsdeildarliðsins Nörrköping en Gunnar tók þátt í æfingaferð liðsins til Mallorca í síðustu viku. Gunnar skoraði m.a. eitt mark og lagði upp tvö í æfingaleik með liðinu. Samningaviðræður eru í gangi milli leikmannsins og félagsins en Gunnar segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann telji helmingslíkur á að hann semji við sænska félagið.