Það þarf greinilega meira en fimm fílhrausta karlmenn til að yfirbuga landsliðsfyrirliðann Hermann Hreiðarsson. Hermann var í viðtali hjá Arnari Björnssyni á Kýpur þegar að skyndilega koma fimm félagar hans úr landsliðinu og ætla greinilega að reyna að henda honum út í sundlaug.