Herdís fyrsti frambjóðandinn til að heimsækja Vestmannaeyjar
9. maí, 2012
Átta hafa boðið sig fram til forseta Íslands en kosið verður 30. júní nk. Kosningabaráttan er rétt að fara í gang og hefur fyrsti frambjóðandinn boðað komu sína, dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor og lögmaður. Herdís kemur í fyrramálið og verður hér á morgun og á fimmtudaginn og mun heilsa upp á fólk vítt og breytt um bæinn. Áhugasamir geta hitt Herdísi á Kaffi Kró klukkan átta annað kvöld.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst