Í tilkynningu frá Eimskipum, segir að ferð Herjólfs kl. 11.30 frá Eyjum og kl. 13.00 frá Landeyjahöfn falli niður vegna of mikillar ölduhæðar. Ölduhæð við Landeyjahöfn er 2,2 metrar og 2,6 metrar.
Þeir farþegar sem eiga miða í þessar ferðir færast sjálfkrafa á næstu ferðir sem farnar verða klukkan 14:30 frá Vestmannaeyjum og 16:00 frá Landeyjahöfn.