Þegar Herjólfur fór frá Eyjum í fyrradag, lagði hann lykkju á leið sína og mátaði skipið í innsiglingunni í Land-Eyjahöfn. Sigldi Herjólfur alveg inn í hafnarkjaftinn og að sögn skipstjórnarmanna leist þeim vel á. Dýpið undir skipinu yfir sandrifinu, sem er skammt undan hafnarmynninu var tæpir fjórir metrar. Var þá hálffallið að.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst