Herjóflur þurfti frá að hverfa frá Landeyjahöfn í morgun. Ástæðan er ölduhæð en samkvæmt tilkynningu frá Herjólfi var ölduhæð komin í 2,8 metra og öldulengd 170 metra, sem þykir meira en góðu hófi gegnir. �??Núna kl. 9 hefur ölduhæðin lækkað í 2,4m en aldan enn mjög löng 155m. Stefnt er að brottför aftur til Landeyjahafnar kl 11:30 og kl 13:00 þaðan aftur en þó er það sagt með þeim fyrirvara að aðstæður haldi áfram að lagast eins og væntingar standa til um,�?? segir í tilkynningu Herjólfs en þar kemur jafnframt fram að ölduhæðin nú sé verulega mikið yfir þeirri spá sem fyrir lá.