Enn er ekki fært með Herjólfi upp í Landeyjahöfn en skipið hefur ekki enn farið ferð í dag. Herjólfur fór ekki heldur í gær og er nú farið að bera á vöruskorti, m.a. var sagt frá því á vef Ríkisútvarpsins að mjólkurlaust væri í Vestmannaeyjum. Áætlað var að skipið myndi sigla 15:30 en nú hefur sú ferð verið slegin af og er næsta ferð fyrirhuguð 17:30 frá Eyjum. Athuga á klukkan 15:00 hvort sú ferð verði farin.