Herjólfur siglir ekki milli lands og Eyja í dag, annan daginn í röð en ferðir skipsins hafa verið stopular síðan á föstudag. Eins og áður hefur komið fram er farið að bera á vöruskorti í Eyjum, m.a. er enga mjólk að fá í Vestmannaeyjum. Flugfélagi Ernir heldur þó uppi áætlunarflugi milli lands og Eyja og flaug aukaferð í dag.