Hermann Hreiðarsson, varnarmaðurinn reyndi og fyrirliði landsliðsins til skamms tíma, verður í íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Portúgal en hópurinn verður tilkynntur eftir hádegið. Mbl.is hefur þetta eftir áreiðanlegum heimildum.