Það er af sem áður var, að störf í sjávarútvegi séu einhæf eða einsleit, í dag eru þau allt annað en það! Við tókum nokkrar konur tali sem hafa unnið í fiskvinnslu í skemmri eða lengri tíma í Vestmannaeyjum og komumst að því að störfin eru bæði mörg og fjölbreytt og að starf innan stöðvanna getur tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina.
Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir lætur sér ekki nægja að sinna fjármálum fjölskylduútgerðarinnar, Óss ehf. sem gerir út Þórunni Sveinsdóttur VE sem byggir á þeim grunni sem afi hennar, Óskar á Leó VE lagði á síðustu öld. Hún rekur líka ásamt fjölskyldunni verslunina Kubuneh sem nefnd er eftir þorpi í Gambíu. Allur peningur sem kemur inn fer óskiptur til heilsugæslu sem þau reka í Kubuneh og þjónar allt að 15.000 manns.
En hver er Þóra Hrönn? Hún er gift Daða Pálssyni og saman eigum við börnin Óliver og Sunnu. „Ég sé um alla skrifstofuvinnu, bókhald, laun, útflutningspappíra og fleira. Ég hef unnið samfleytt í 23 ár hjá Ós og svo auðvitað þegar ég var unglingur þegar maður var að fella og skera af netum,“ segir Þóra Hrönn.
Hún segir starfið hafa tekið miklum breytingum. „Stærsta breytingin fyrir mig á skrifstofunni er hvað allt er orðið rafrænt. Þar sem ég vinn hjá sjálfri mér ræð ég deginum sjálf og því er enginn dagur eins og ekki til hefðbundinn vinnudagur hjá mér.
Það eru kostir og gallar við að vinna hjá sjálfum sér, ég stjórna mínum vinnutíma sjálf en það leysir mig heldur enginn af ef ég fer í frí. Maður tekur því vinnuna alltaf með sér og þarf svo að vinna upp það sem eftir er þegar heim er komið.“





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.