Hiti úr Golf­straumn­um
24. ágúst, 2015
HS Veit­ur hafa boðið út kaup og upp­setn­ingu varma­dælu fyr­ir hita­veit­una í Vest­manna­eyj­um. Er þetta fram­kvæmd upp á millj­arð og yrði fyrsta varma­dæl­an fyr­ir heilt byggðarlag hér á landi.
Hita­veit­an not­ar mest ódýrt ótryggt raf­magn til að hita vatnið. Ívar Atla­son, tækni­fræðing­ur hjá HS Veit­um, seg­ir að óvissa ríki um ótryggða orku vegna ástands­ins í raf­orku­fram­leiðslunni. Rifjar hann upp að á síðasta ári hafi verið skrúfað fyr­ir raf­magn til hita­veit­unn­ar. �?á sé út­lit fyr­ir að raf­orku­verð hækki hér á landi.
Varma­gjafi varma­dæl­unn­ar er 6-12 gráðu heit­ur sjór sem borað verður eft­ir. Sjór­inn við Vest­manna­eyj­ar er til­tölu­lega hlýr vegna áhrifa Golf­straums­ins sem flyt­ur hlýj­an sjó frá miðbaug norður í höf, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst