Ályktunin er svohljóðandi: “Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að undirbúa setningu reglugerðar er feli í sér að kostnaður farþega við að sigla með ferjum til staða utan þjóðvegakerfisins verði sambærilegur við þann kostnað er hlytist af akstri á þjóðvegum. Verki þessu skal lokið fyrir 1. maí 2007.”
Greinargerð með ályktuninni er svohljóðandi:
“Til nokkurra byggða á Íslandi verður ekki komist landleiðina. Ferðir þangað og þaðan eru bundnar við skipa- eða flugferðir. Dæmi um slíka staði eru Vestmannaeyjar, Grímsey, Hrísey og Flatey á Breiðafirði. Fólk sem vill komast þaðan eða þangað er bundið af skipferðum eða flugferðum. Fyrir vikið má segja að íbúar þessara svæða séu bundnari en aðrir við áætlunarferðir. �?á má segja að ferðakostnaður fólks á umræddum svæðum geti verið hærri en almennt tíðkast vegna gjaldtöku. �?annig má taka dæmi af hjónum með einn ungling, tvö börn og bíl undir fimm metrum að lengd. Kostnaður þeirra við að ferðast fram og til baka frá Vestmannaeyjum með Herjólfi er á bilinu 8�?13.000 krónur. Til samanburðar væri kostnaður þeirra við að fara Hvalfjarðargöng aðeins veggjaldið (600�?1.000 kr.), óháð fjölda í bíl.
Hér er mikið ójafnræði meðal þegna landsins eftir því hvort þeir búa á eyjum við landið eða geta ferðast landleiðina á bílum sínum. Með rökum má halda því fram að siglingar með Herjólfi séu þjóðleiðin til Vestmannaeyja. �?ví er ekki óeðlilegt að gjaldskrá farþega með Herjólfi sé sniðin að því, þannig að kostnaður við að ferðast milli lands og eyja verði sambærilegur við það sem yrði ef ekið væri á milli. Hið sama gildir um önnur eyjasamfélög.
�?ingsályktun þessi gerir ráð fyrir því að samgönguráðherra undirbúi breytingar á gjaldskrá ferja á fyrrgreindum forsendum og ljúki því verki fyrir 1. maí. nk.
Ein lausn vandans gæti verið sú að íbúar með lögheimili á umræddum stöðum fengju að sigla gjaldfrjálst með hinum ríkisstyrktu ferjum. Með því móti væri aðstöðumunur jafnaður en kostnaður ríkisins af þessu væri óverulegur.”
�?g hvet alla eyjamenn, hvar sem þeir eru búsettir til að hafa samband við sína þingmenn og hvetja þá til að samþykkja þessa ályktun.
.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst