Það var lið HK sem sigraði Þrótt frá Reykjavík í úrslitaleik um Orkumótstitilinn í ár. Þessi lið mættust einnig í úrslitaleiknum 2024. Þá fór Þróttur með sigur af hólmi.
Fram kemur á heimasíðu mótsins að sigurinn í gær hafi verið torsóttur hjá HK. HK komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Kristófer Aroni Kristjánssyni, en Þrótturum óx ásmeginn eftir því sem líða tók á leikinn og náðu að jafna í síðari hálfleik með marki Jakobs Steins Valdimarssonar. Það þurfti því að framlengja leikinn en þrátt fyrir góð tilþrif tókst liðunum ekki að bæta við mörkum í framlengingunni. Því varð að grípa til vítaspyrnukeppni og það var líkt og peyjarnir hefðu ekki gert annað en að æfa vítaspyrnur því 15 fyrstu spyrnurnar rötuðu í markið en eitthvað varð að láta undan og fór 16. spyrnan í markstöngina og HK því Orkumótsmeistari 2025.
Bæði lið eiga heiður skilinn fyrir frábæran leik. Veðrið lék við mótsgesti og lauk mótinu í glampandi sól. Við vonum því að keppendur fari heim á leið með sól í hjarta og góðar minningar frá mótinu, segir í frétt á orkumotid.is. Sigfús Gunnar Guðmundsson myndaði úrslitaleikinn og fögnuðinn í leikslok.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.