�?ann 1. júlí kemur platan �??Í skugga meistara yrki ég ljóð!�?? en hún geymir eins og fyrr segir 10 ný Eyjalög eftir 14 vestmanneyska laga- og textahöfunda. Nafn plötunnar vísar til meistara eins og Oddgeirs Kristjánssonar, Ása í Bæ, Árna úr Eyjum og fleirri merkra laga- og textasmiða sem hófu og skópu leikinn hvað Eyjalögin varðar. Ein af hugsanlegum ástæðum þess að dregið hafði úr þeirri grósku sem var í Eyjalögunum um miðja síðustu öld kann að vera hræðsla laga- og textahöfunda við að vera bornir saman við gömlu meistarana. �?essi plata sýnir að nútíma vestmannaeyskir laga- og textahöfundar eru ekkert síðri og að lög þeirra eru vel frambærileg í alla staði.
Laga- og textahöfundar hafa mismikla reynslu af útgáfu en sumir þeirra eiga nú þegar þjóðhátíðarlög eða hafa gefið út plötur með hljómsveitum sem þeir hafa starfað í, en aðrir hafa ekki látið í sér heyra fyrr en nú.
Hér að ofan má heyra fyrsta lagið sem við sendum í loftið af væntanlegri plötu en er í raun þriðja lag plötunnar. �??Surtsey�?? geymir, eins og nafnið gefur til kynna, óð til Surtseyjar. Sigurmundur Gísli Einarsson á lag og ljóð. Sonur hans Unnar Gísli Sigurmundsson flytur lagið ásamt Árna Johnsen en óhætt er að segja að þar stangast á andstæður með glæsibrag milli þessara tveggja sem án efa til heyra hópi þekktustu tónlistarmanna Eyjanna fyrr og síðar.
�?tgefandi plötunnar er Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda ( BEST ). En BEST var stofnað á vormánuðum ársins 2015 þegar að nokkrir vestmanneyskir lagahöfundar og tónlistarmenn áttuðu sig á að útgáfa á hinni margrómuðu Eyjatónlist væri lítil þrátt fyrir að ekki skorti laga- og textahöfunda.
Félagið setti það á stefnuskrá sína að styðja vestmanneyska texta- og tónsmiði við að koma list sinni á framfæri við almenning og ákveðið var að hefjast handa við útsetningar og upptökur á 10 lögum eftir 14 vestmanneyska texta- og tónsmiði sem kæmu út á plötu sumarið 2016. Afrakstkurinn er eins og fyrr segir væntanlegur 1. júlí og verður fagnað með risa útgáfutónleikum í Höllinni þann dag, sem er föstudagur Goslokahátíðarinnar.
Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda ( BEST )