Hlynur keppti í dag á Flanders Cup í Belgíu. Hann hljóp á 13:41,06 mínútum og bætti með Baldvins um 3,94 sekúndur. Hlynur varð sjötti í hlaupinu.
Íslandsmetið í 5.000 metra hlaupi hefur því fallið í tvígang á tveimur vikum. Hlynur hafði átt metið í tvö ár þar til Baldvin sló það í mars áður en Hlynur náði því aftur í byrjun júlí.