HM draumurinn hjá Heimi og Írum lifir
Heimir Hallgrímsson.

Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu tryggðu sér 2. sæti í F-riðli og þar með sæti í umspili Heimsmeistaramótsins í fótbolta árið 2026 eftir dramatískan sigur á Ungverjum í dag. 

Ungverjar byrjuðu leikinn betur og komust yfir eftir aðeins þrjár mínútur. Troy Parrot jafnaði leikinn fyrir Írland úr vítaspyrnu á 15. mínútu. Ungverjar komust aftur yfir á 37. mínútu. Staðan 2-1 í hálfleik. 

Troy Parrot var aftur á ferðinni á 80. mínútu og jafnaði þar með leikinn. Ungverjum dugði jafntefli en Írar þurftu á sigri á halda. Troy Parrot fullkomnaði þrennu sína á 96. mínútu leiksins og tryggði Írum 2-3 útisigur og þar með sem sæti í umspilinu. Sá hinn sami og gerði bæði mörk Írlands í frábærum sigri á Portúgal. Hann er því með fimm mörk í þessum tveimur síðustu, mikilvægu, leikjum Íra. Portúgal sem leikur í sama riðli tryggði sig inn á HM í dag með 6-1 sigri á Armeníu.

Eftir leik brutust út mikil fagnaðarlæti enda frábær árangur hjá Heimi og strákunum hans. Dregið verður í umspili Heimsmeistarmótsins næsta fimmtudag.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.