Á morgun, föstudag ætlar Eyjahljómsveitin Hoffman að halda tvenna útgáfutónleika í Vestmannaeyjum. Hvorir tveggja tónleikarnir fara fram á Volcano Café en önnur Eyjahljómsveit, Súr, mun hita upp. Fyrri tónleikarnir byrja klukkan 18.00 og eru fyrir alla aldurshópa. Miðaverð er einungis 500 krónur en auk laga af nýju plötu Hoffman, Your secrets are safe with us, munu eldri slagarar fylgja með, t.d. Slor og skítur. Síðar sama kvöld eða klukkan 23.00 verða svo seinni tónleikarnir en þeir eru hugsaðir fyrir þá sem hafa aldur til að sækja vínveitingastaðinn.