Hóta að loka ísbúð í Eyj­um

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suður­lands hef­ur til­kynnt Joy – Eyjagleði ehf. í Vest­manna­eyj­um að starfs­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins verði aft­ur­kallað næst­kom­andi föstu­dag, ef þá hafi ekki verið gerðar út­bæt­ur á aðstöðu fyr­ir­tæk­is­ins og starf­semi. Joy er veit­ingastaður með ísbúð.

Fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir eru gerðar við aðstöðu á veit­ingastaðnum í bréfi sem Heil­brigðis­eft­ir­litið sendi fyr­ir­tæk­inu 13. nóv­em­ber sl. eft­ir að málið var kynnt á fundi heil­brigðis­nefnd­ar Suður­lands.

Varða at­huga­semd­irn­ar hús­næði og búnað, þrif, mein­dýra­varn­ir, hrein­læti, vörn gegn meng­un og mæl­ing­ar á hita­stigi mat­væla.

Jafn­framt kem­ur fram að hluti at­huga­semd­anna hef­ur verið gerður eft­ir þrjár skoðanir á síðasta ári og í ár án þess að nokk­ur viðbrögð hafi borist eða tíma­sett­ar áætlan­ir um fram­kvæmd­ir.

mbl.is greindi frá

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.