Í dag skrifuðu HS Orka og Landsvirkjun undir samning sem tryggir örugga orku á sanngjörnu verði til að reksturs varmadælustöðvar og rafskautaketils í Vestmannaeyjum. Samningurinn gildir til næstu fjögurra ára.
Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri sölu‑ og þjónustusviðs HS Orku segir í samtali við Eyjafréttir að samningurinn um forgangsorku komi í stað samnings um skerðanlega orku. ,,Þetta er samningur sem gildir í það minnsta næstu fjögur árin og er mjög hagstæður fyrir notendur í Eyjum þar sem hækkað hefur ítrekað til að standa undir orkuöflun til hitaveitna vegna skerðinga sem nú ætti að vera tryggð. ” segir hann.
HS Veitur hafa þurft að brenna olíu til að reka fjarvarmaveiturnar þegar skerðanleg orka hefur ekki fengist. Forgangsorka frá Landsvirkjun á að tryggja það að ekki þurfi að nota olíu til húshitunar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst