HS Orka tryggir orku til Eyjamanna
Varmadælustöðin við Hlíðarveg.

Í dag skrifuðu HS Orka og Landsvirkjun undir samning sem tryggir örugga orku á sanngjörnu verði til að reksturs varmadælustöðvar og rafskautaketils í Vestmannaeyjum. Samningurinn gildir til næstu fjögurra ára.

Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri sölu‑ og þjónustusviðs HS Orku segir í samtali við Eyjafréttir að samningurinn um forgangsorku komi í stað samnings um skerðanlega orku. ,,Þetta er samningur sem gildir í það minnsta næstu fjögur árin og er mjög hagstæður fyrir notendur í Eyjum þar sem hækkað hefur ítrekað til að standa undir orkuöflun til hitaveitna vegna skerðinga sem nú ætti að vera tryggð. ” segir hann.

HS Veitur hafa þurft að brenna olíu til að reka fjarvarmaveiturnar þegar skerðanleg orka hefur ekki fengist. Forgangsorka frá Landsvirkjun á að tryggja það að ekki þurfi að nota olíu til húshitunar.

Hsorka Fridrik Bk213938
Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri sölu‑ og þjónustusviðs HS Orku

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.